Síðustu daga hefur verið unnið að vegbótum í Hellisskógi. Véladeild Árborgar sér um framkvæmdir.
Vegir í Hellisskógi eru í umsjón Áborgar.
Mikil þörf var á úrbótum. Sumstaðar hefur runnið úr vegum í rigningu og leysingum en einnig vegna stíflaðra ræsa.
Hreinsað var frá ræsum og settur mulningur í vegina.