Könglaár í Hellisskógi

Góðviðri í júlí, ágúst og september á síðasta ári (2023) hefur haft mjög jákvæð áhrif á blómgun trjáa á suðurlandi vorið 2024. Á miðju sumri voru barrviðir og reynitegundir hlaðnar könglum og berjum.

Trén í Hellisskógi er þar ekki undantekning, mikið af könglum og berjum. Virkilega góðar horfur fyrir fræmyndun í haust, fuglarnir hljóta að gleðjast.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af könglum á furum, sitkagreni, fjallaþin og sitjalerki í Hellisskógi í byrjun ágúst.

Sitkagreni Picea sitchensis
Fjallaþinur Abies lasiocarpa
Bergfura Pinus uncinata
Sifjalerki Larix x eurolepis
Stafafura Pinus contorta