Í bleytutíðinni undanfarið hefur reynt talsvert á fráveitukerfið í Hellisskógi. Í sumar stíflaðist eitt ræsi framan við Grímskletta og skurðurinn varð barmafullur af vatni á um 500 m kafla. Ástæðan var sambland af mikilli leirdrullu og trjágreinum.
Þegar borað var eftir heitu vatni í Hellisskógi fyrir nokkrum árum var miklu magni af borsalla veitt út í skurðinn. Drullan er smám saman að færast neðar eftir skurðinum og stífla hann.
Anna Margrét gröfustjóri hjá Árborg kom í lok júlí og hreinsaði frá ræsinu með góðum árangri.