Í sumar hefur verið unnið að lagfæringum á Hellisbrú í Hellisskógi. Á nokkrum stöðum hefur þetta gamla mannvirki sigið ofan í mýrina og full þörf á lagfæringum til að brautin sé vel fær í öllum veðrum.
Brúarvinnuflokkur Ingva Rafns hefur annast verkið af miklum myndarskap. Sigtún þróunarfélag veitti myndarlegan styrk til verksins.
Hér eru nokkrar myndir frá 5. júlí þegar verið var að koma fyrir timburbrú yfir helstu bleytusvæðin.
Skógræktarfélag Selfoss þakkar kærlega fyrir gott framtak.