Síðdegis fimmtudaginn 29. ágúst var unnið að uppsetningu staura fyrir trjá merkingar í Hellisskógi. Guðmundur B Sigurðsson gröfumaður gróf fyrir staurunum og þræddi þrönga skógarstíga af sinni alkunnu snilld. Nokkrir félagar úr Skógræktarfélaginu sáu síðan um frágangsvinnu.
Einnig var grafan notuð til að víxla skiltum við aðal bílastæðið. Til stendur að endurnýja aðal skiltið þar sem gamla myndin er að mestu horfin.