Minningarreitur um Ólaf Hákon

Þriðjudaginn 23. júlí 2019 var vígður í Hellisskógi minningarreitur um Ólaf Hákon Guðmundsson. Jónína Magnúsdóttir eiginkona Ólafs heitins afhjúpaði minningarskjöld í reitnum að viðstöddum vinum og vandamönnum og ávarpaði gesti.
Ólafur var virkur félagi í Skógræktarfélaginu Selfoss og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Síðustu árin sá hann um verkstjórn í sumarvinnunni í Hellisskógi og sá um viðhald á bekkjum og stígum í skóginum. 
Gerð minningarreitsins var unnin af starfsmönnum skógræktarfélagsins í samstarfi við aðstandendur Ólafs. Plantað var runnum, settur upp minningarskjöldur á klettavegg, lagður stígur og komið fyrir bekk. Þór Sigmundsson steinsmiður útbjó minningarskjöldinn.

Jónína Magnúsdóttir afhjúpar minningarskjöldinn í Hellisskógi.

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands á Selfossi

Ræðuhöld i Hellisskógi.

Dagana 27.-29. ágúst 2010 var aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 haldinn á Selfossi. Gestgjafar fundarins að voru Skógræktarfélag Árnesinga. Einn dagskrárliðurinn á laugardeginum 28. ágúst var fræðsluganga um Hellisskóg undir umsjón Skógræktarfélags Selfoss. Gengið var frá Hótel Selfoss upp að Helli og til baka aftur. Bjarni Harðarson var göngustjóri. Fjölmenni var í göngunni og veðrið lék við göngufólkið. Hellisskógur skartaði sínu fegursta og gróskan í skóginum vakti verðskuldaða athugli. 

Plöntun á perutré.
Landsþingsgestir við Hellinn.

Minnismerki vígt í Hellisskógi

Mánudaginn 23. ágúst 2010 var minnismerki og listaverk afhjúpað í Hellisskógi. Verkið er til minningar um Júlíus Steingrímsson velgjörðarmann Skógræktarfélags Selfoss sem hefði orðið 100 ára 29. ágúst. Júlíus var mikill áhugamaður um skógrækt og tók virkan þátt í starfinu í Hellisskógi á meðan hann hafði heilsu til. Hann lést árið 2003 og ánafnaði félaginu stóran hluta af eigum sínum.
Verkið heitir “Hornsteinn og aðrir steinar á og við horn”. Þór Sigmundsson steinsmiður hannaði og smíðaði verkið.

Frá víxluathöfninni.

Nýr Samningur um Hellisskóg

Miðvikudaginn 26. maí 2010 var undirritaður í Hellisskógi nýr umsjónasamningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og Skógræktarfélags Selfoss. 
Á myndinni hér fyrir neðan sjást Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Björgvin Eggertsson formaður Skógræktarfélags Selfoss við undirritunina í Hellisskógi.

Björgvin Örn formaður félagsins og Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri undirita samninginn.