Starfsmenn frá Áhaldahúsi Árborgar mættu með kurlara í trjásafnið við aðalbílastæðið í Hellisskógi þann 11. september. 
Þar tóku þeir til hauga af greinum og kurluðu. 
Atafnasöm ungmenni hafa á hverju ári safnað upp haugum af greinum og búið sér til skýli í trjásafninu. Þrjú slík skýli hafa verið fjarlægð í sumar.
Verst er að þar hafa verið settar upp hlóðir og kveiktir eldar. Í vor fór eldur úr böndunum þegar unglingar voru að grilla pylsur í svona hrúgaldi. Talsverður eldur varð af og tré skemmdust. 
Þess vegna er nauðsynlegt að bregðast við og fjarlægja birgin þegar þau myndast.

		
	
	


	


	

	




	

	

	


	
	
